Saga KÍ

Upphafið:

Fyrstu samtök kaupmanna á Íslandi voru stofnuð undir árslok 1866 og nefndust Handelsforeningen. Þau skyldu vinna ,, í sameingu og með innbyrðis samtökum að ýmsu, er verða má hinum sameiginlegu viðskiptahagsmunum þeirra og landsmanna til viðgangs og sannra hagsmuna“. Handelsforeningen var þó fyrst og fremst skemmtifélag allflestra kaupmanna og verslunarstjóra í Reykjavík, sem hittust einu sinni í viku í Barnaskólanum við Hafnarstræti (Hafnarstræti 10) spiluðu og fengu sér í glas. Samtökin gengust fyrir stofnun styrktarsjóðs á síðustu mánuðum ársins 1867, ef til vill 24. nóvember. Sjóðurinn átti að styrkja verslunarmenn , sem ekki gátu stundað vinnu vegna veikinda eða annarra áfalla og þörfnuðust því aðstoðar fyrir sig eða aðstandendur sína. Stofnendur voru 18 kaupmenn og verslunarstjórar, fimmtán úr Reykjavík og þrír úr Hafnarfirði. Félagssvæðið náði yfir Faxaflóahafnir og töldust Búðir og Keflavík innan þess. Samtökin og sjóðurinn voru skilin að 1873. Handelsforeningen mun hafa starfað stutt eftir aðskilnaðinn, en sjóðurinn er enn til (1999). Umsvif hafa raunar verið lítil árum saman, en sjóðurinn hefur þó staðið sig þokkalega. Þó urðu sjóðir af þessu tagi óþyrmilega fyrir verðbólgubálinu 1940-1984.

Á árunum 1873-1890 eru ekki starfandi samtök verslunarmanna. Breyting verður á þessu á síðasta áratug 19. aldar og fyrsta tug 20. aldar. Verslunarmannafélag Reykjavíkur var stofnað 27. janúar 1891. Félag verslunarmanna í Akureyrarkaupstað var stofnað 15. febrúar 1898, Verslunarmannafélag Skagfirðinga og Húnvetninga 15. mars 1901, en það var stofnað upp úr ræðuklúbbi Sauðárkróks sem margir verslunarmenn höfðu átt aðild að og Verslunarmannafélag Seyðisfjarðar árið 1902. Félög þessi urðu mis langlíf. Verslunarmannafélag Skagfirðinga og Húnvetninga mun t.d. hafa lognast út af árið 1905.

Verslunarmannafélagið á Akureyri varð hreint kaupmannafélag árið 1955 og Verslunarmannafélag Reykjavíkur hreint launþegafélag sama ár. Verslunarmannafélag Seyðisfjarðar lagðist niður um 1960. Þessi þrjú ásamt Verslunarmannafélagi Skagfirðinga og Húnvetninga störfuðu fyrst og fremst að menningarmálum, héldu samkomur af ýmsu tagi og fundi þar sem ýmis vandamál samtíðarinnar voru rædd. Sérstök hagsmunamál kaupmanna bar þar sjaldan á góma. Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Félag verslunarmanna í Akureyrarkaupstað og Verslunarmannafélag Skagfirðinga og Húnvetninga gengust fyrir frídegi verslunarmanna.

Verslunarmannafélögin fjögur voru sameiginleg fyrir kaupmenn og starfsmenn þeirra áratugum saman. Sama máli gegnir um allmörg verslunarmannafélög sem voru stofnuð laust fyrir 1930. Stofnun þeirra tengdist Samtökum verslunarmannafélaga Íslands sem komið var á fót árið 1928, en undirbúningur að stofnun þeirra hófst árið 1927. Samtök þessi héldu þing árlega, þar vorur rædd ýmis hagsmunamál verslunarstéttarinnar, verslunarlöggjöfin, verslunarnám og atvinnuréttindi, stofnun verslunarbanka og fleira í þeim dúr. Samtökin störfuðu til ársins 1935. Freistandi væri þó að tengja hana stjórnarskiptunum 1927 er Framsóknarflokkur tók við stjórnartaumunum af Íhaldsflokki, en hann hafði orð á sér fyrir að vera mun hlynntari samvinnuverslun en einkaverslun. Einkaverslunin átti sér á hinn bóginn öfluga talsmenn innan verslunarmannafélaga á þessum árum. Flest þau verslunarmannafélög sem voru stofnuð um 1930 lögðust af um leið og fyrrnefnd samtök voru stofnuð, en undantekningar þekkjast þó og má þar nefna Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar.


Frídagur verslunarmanna 1896. Útifundurinn við Aratún

Kaupmannafélag Reykjavíkur:

Kaupmannafélag Reykjavíkur er elsta stéttarfélag kaupmanna á Íslandi, stofnað árið 1899. Markmið félagsins skyldi vera að efla gott samkomulag og góða samvinnu kaupmanna innbyrðis, og milli kaupmanna og stjórnvalda. Félagið lét sér annt um sérmál stéttarinnar og veitti einnig upplýsingar um áreiðanleik og skilvísi kaupmanna í Reykjavík og voru samdar skrár um þetta á þess vegum. Fulltrúaráð starfaði innan félagsins, það var skipað fimm mönnum og voru þrír þeirra voru kosnir af félagsstjórn og tveir á aðalfundi. Ráðið var málsvari kaupmannastéttarinnar og gætti hagsmuna hennar, einkum gagnvart Alþingi, landstjórn og bæjarstjórn, t.d. með því að svara fyrirspurnum og leggja fram tillögur um málefni sem snertu verslun og hagþróun. Einnig bar ráðinu að kveða upp dóma í málum kaupmanna innbyrðis eða mála sem kaupmenn og aðrir vildu leggja í gerð. Nafni þess var fljótlega breytt í Kaupmannaráðið í Reykjavík. Mikil breyting varð á skipan ráðsins árið 1914 og tengdist hún heimstyrjöldinni fyrri og verslunarhömlum þeim sem þá voru teknar upp. Nafninu var þá breytt í Kaupmannaráð Íslands og þar áttu fimm menn sæti, tveir kosnir af Kaupmannafélagi Reykjavíkur og tveir skriflega af kaupmönnum og kaupfélögum utan Reykjavíkur. Formaður Kaupmannafélags Reykjavíkur var oddamaður. Umsvif félagsins jukust við breytinguna, enda leitaði landstjórnin oft álits ráðsins í málum sem einkum vörðuðu verslun og siglingar. Ákveðið var á fundi í Kaupmannafélaginu 30. nóvember 1966 að opna skrifstofu og Kaupmannaráðinu falin öll framkvæmd, enda skyldi skrifstofan vera undir þess stjórn . Ráðið var þá skipað þeim Jens Zimsen sem var formaður, Ólafi G. Eyjólfssyni en hann var ritari, Garðar i Gíslasyni , Jóni Brynjólfssyni og Páli Stefánssyni.

Að ráði varð að koma á fót sérstakri stofnun um verslun, iðnað og siglingar og skyldi hún taka við rekstri skrifstofunnar. Stofnfundurinn var haldinn 17. september og hlaut ráðið nafnið Verslunarráð Íslands. Fyrsti stjórnarfundur þess var haldinn 21. september og var Garðar Gíslason kosinn fyrsti formaður ráðsins. Verslunarráðið yfirtók öll helstu verkefni Kaupmannaráðsins. Starfsvettvangur Kaupmannafélagsins skertist svo mjög við þetta að félagið bar ekki sitt barr eftir. Það starfaði þó fram yfir árið 1920 og kom m.a. við sögu þegar Verslunaráðið tók að sér umsjón og yfirstjórn Verslunarskóla Íslands árið 1922, en Kaupmannafélagið hafði stofnað þann skóla ásamt Verslunarmannafélagi Reykjavíkur (VR).

Sérgreinafélög:

Auk verslunarmannafélaganna fjögurra starfaði a.m.k. eitt kaupmannafélag í landinu um 1920. Þetta var Kaupmannafélag Hafnarfjarðar sem var stofnað 1921. Næstu tvo áratugi voru síðan stofnuð nokkur kaupmannafélög, flest sérgreind.

Félag matvörukaupmanna er elst þeirra, stofnað árið 1928, en Félag íslenskra byggingarefnakaupmanna var stofnað árið 1930. Félag vefnaðarvörukaupmanna árið 1923. Félag kjötverslana árið 1934. Félag íslenskra stórkaupmanna árið 1938 og Félag búsáhalda og járnvörukaupmanna árið 1939. Af eldri félögum sem ekki voru hreinræktuð kaupmannafélög mætti einnig geta Bóksalafélagsins í Reykjavík , sem var stofnað árið 1899 og Kaupmanna og verslunarmannafélag Siglufjarðar sem var stofnað árið 1918. Fyrrnefnda félagið var sameiginlegt fyrir bóksala og útgefendur, enda stunduðu menn hvoru tveggja áratugum saman. Hreinræktuð samtök bóksala voru fyrst stofnuð árið 1951, Félag íslenskra bókaverslana. Reglulegt kaupmannafélag var stofnað á Siglufirði árið 1930, Kaupmannafélag Siglufjarðar.


Tómas Jónsson kjötkaupmaður var fyrsti formaður Félags kjötverslanaGamla búðin á Þróunarsýningu 874-1974 í Laugardalshöll 25.Júlí – 11. Ágúst 1974
Kaupmannasamtök Íslands og Verslunarráð Íslands sáu um rekstur búðarinnar.


Kaupmenn fylkja liði:

Óánægju kaupmanna með samstarf innan Verslunarráðs Íslands á 5. áratugnum er getið hér að framan. Fleiri þættir hvöttu kaupmenn til samstarfs. Ólafur H. Jónsson vék að þessu í Verslunartíðindum og gat um ríkjandi erfiðleika í innflutnings, verðlags og gjaldeyrismálum, en vöruskömmtun og vöruskortur setti svip á verslunina um 1950. Ólafur kvað kaupmenn of lengi hafa trúað því að þeir ættu sér örugga málsvara og að unnt yrði að koma á nauðsynlegum breytingum á starfsháttum Verslunarráðsins. Áhrifamenn í kaupmannastétt hefðu komist að þeirri niðurstöðu að kaupmenn þyrftu að taka málefni stéttarinnar í eigin hendur og bar stofnun skrifstofunnar vorið 1950, vott um þetta. Frekari framkvæmda var skammt að bíða.

18. september 1950 komu fulltrúar fjögurra kaupmannafélaga á fund að Bankastræti 7. Þar voru mættir forystumenn kaupmanna og sérgreinafélaga sem áður er getið. Jón Helgason gerði grein fyrir viðræðum sem höfðu farið fram á milli aðildafélaganna, sem mætt voru á fundinn. Hann kvað markmiðið vera að sameina alla kaupmenn í ein samtök sem gætu tekið öll sérmál kaupmanna í sínar hendur. Kaupmenn gætu sjálfir unnið að framgangi þessara mála einir og sér eða í samvinnu við aðila sem til slíks væru fúsir. Jón taldii stofnun landssamtaka vera æskilegt markmið, þ.e. stofnun landssamtaka sérgreinafélaga kaupmanna í Reykjavík og annarra samtaka innan smásöludreifingarinnar , hvar sem væri á landinu. Jón kvað hlutverk fundarins vera að samþykkja stofnun kaupmannasamtaka, vinna slíkum samtökum fylgi og kjósa menn til að semja lög fyrir þau.

Jón Helgason var fyrsti formaður Kaupmannasamtaka Íslands og fyrsti heiðursfélgi þeirra. Hann rak til margra ára Fatabúðina við Skólavörðustíg í Reykjavík.


Jón Helgason

Saga Kaupmannasamtaka Íslands verður ekki frekar rakin hér en hér hefur verið stiklað á aðdraganda að stofnun þeirra . Í tilefni af 50 ára afmæli samtakanna var ráðið í það verk að gefa út sögu Kaupmannasamtaka Ísland. Aðal hvatamaður að ritun sögunnar var Júlíus Jónsson kaupmaður í Nóatúni. Ritnefnd var kosin, hana skipuðu í fyrstu þeir Gunnar Snorrason, Hreinn Sumarliðason, Jón Björgvinsson, Jón Júlíusson og Sigurður E. Haraldsson, sem var formaður nefndarinnar, en hann lét fljótlega af störfum af heilsufarsástæðum og tók Sigurður Magnússon þá sæti hans í nefndinni. Eftir að Sigurður hætti í nefndinni tók Gunnar Snorrason við formennsku í nefndinni. Hreinn Sumarliðason var ritari nefndarinnar. Lýður Björnsson ritstýrði ritun sögu Kaupmannasamtaka Íslands.


Sögunerfnd KÍ og bókahöfundur. Frá vinstri: Jón Björgvinsson , Lýður Björnsson sagnfræðingur,
Hreinn Sumarliðason ritari, Gunnar Snorrason formaður, Sigurður Magnússon og Jón Júlíusson


Stjórn Félags kjötverslana 1968. Frá vinstri: Guðlaugur Guðmundsson, Jónas Gunnarsson, Gunnar Snorrason formaður,
Jón Júlíusson, Eyjólfur Guðmundsson og Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri KÍ


Edda Hauksdóttir í StelluJóhannes kaupmaður Jónsson við elstu Bónusverslunina.


Júlíus Jónsson í Nóatúni


Sigrún Magnúsdóttir í Rangá


Kristján Kristjánsson (KK) og Erla Wigelund í Verðlistanum


Verslun Slátufélags Suðurlands, Hafnastræti 5.Jón Björgvinsson og Bóas Kristjánsson í BlómahöllinniHólagarður við opnun 7. Júní 1975. Frá vinstri: Gunnar Snorrason kaupmaður, Jóna Valdimarsdóttir, Sigurður gunnarsson,
Gyða Björnsdóttir, Einar Ólafsson og Anna L. Gunnarsdóttir

 

Sögu Kaupmanna samtaka Íslands má nálgast á skrifstofu samtakanna.

Samantekt Benedikt Kristjánsson formaður.

Heimild: Saga Kaupmannasamtaka Íslands, 50 ára afmælisrit.

Skrifstofa okkar er opinn alla virka daga frá klukkan 9-14 á 13 hæð í Húsi verslunarinnar Kringlunni 7.


Innskráning