Kaupmannasamtök Íslands voru formlega stofnuð 8. nóvember 1950, þegar lög Sambands smásöluverslana voru undirrituð af stofnaðilum.Kaupmannafélögin sem að stofnun samtakanna stóðu voru: Félag matvörukaupmanna, stofnað 1928; Félag vefnaðarvörukaupmanna, stofnað 1932; Félag búsáhalda- og járnvörukaupmanna, stofnað 1939; og Kaupmannafélag Hafnarfjarðar, stofnað 1921.

Hálfrar aldar saga Kaupmannasamtakanna er saga breytinga og byltinga á öllum sviðum þjóðfélagsins.Samtökin voru stofnuð á tímum vöruskorts og skammtana, háðu áratugabaráttu gegn alls kyns innflutnings- og verðlagshöftum og höfðu sigur, sem endurspeglaðist í nær óendanlegu vöruframboði nútímans.

Verslanirnar sjálfar hafa ekki síður breyst. Kaupmaðurinn á horninu og ýmsar sérverslanir mættu samkeppni kjörbúðanna upp úr miðri 20. öldinni.Þær þurftu að keppa við stórmarkaðina sem stækkuðu sífellt og urðu að heilum verslanakeðjum.

Árið 1999 var starfsemi Kaupmannasamtakanna breytt á þann hátt, að hagsmunamál kaupmanna fluttust á hendur Samtaka Verslunar og Þjónustu, SVÞ, en eignaumsýsla (stofnlánasjóður og húseign) var eftir hjá Kaupmannasamtökum Íslands.

Skrifstofa okkar er opinn alla virka daga frá klukkan 9-14 á 13 hæð í Húsi verslunarinnar Kringlunni 7.


Innskráning